3.flokkur á sigurbraut

Það hefur verið í nógu að snúast hjá 3.flokki karla undanfarna daga. Síðastliðinn fimmtudag vann A-lið Þórs öruggan fimm marka sigur á KA í KA-heimilinu, 26-31. Um helgina voru svo tveir leikir á dagskrá í Síðuskóla.

3. flokkur 3. deild A riðill: Þór2 46–19 Stjarnan 2

B liðin riðu á vaðið og þar hafði Þór2 mikla yfirburði gegn Stjörnunni, vann 27 marka sigur 46 - 19 og staðan í hálfleik var 20-8. 
Þór trónir sem fyrr á toppi deildarinnar með 21 stig eftir 11 leiki en Haukar3 eru í öðru sætinu með 16 stig eftir 10 leiki. 

3. flokkur 1. deild Þór 37–20 FH

Á laugardag tók Þór tók á móti FH í leik sem fram fór í Síðuskóla. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í 4. – 5. sæti deildarinnar með 10 stig. Skemmst er frá því að segja að Þór hafði öruggan 17 marka sigur 37-20 staðan í hálfleik var 18-11 fyrir Þór. 
Eftir sigurinn er Þór í 4. sæti deildarinnar nú með 12 stig.

Þjálfarar 3. flokks eru þeir Þorvaldur Sigurðsson og Halldór Örn Tryggvason.

Frétt af thorsport.is


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira