3.flokkur með sætan sigur á KA

KA-menn réðu ekkert við Kidda en hann skoraði 12 mörk
KA-menn réðu ekkert við Kidda en hann skoraði 12 mörk

Það var hart barist í KA-heimilinu í gær þegar KA og Þór áttust við í A-deild 3.flokks karla en bæði lið hafa átt erfitt uppdráttar í vetur og var um sannkallaðan fallbaráttuslag að ræða. Meira en 200 áhorfendur mættu að fylgjast með leiknum sem var æsispennandi frá upphafi til enda.

KA hafði frumkvæðið stærstan hluta leiksins og hafði tveggja marka forystu í leikhléi, 17-15. Lokamínútur leiksins voru dramatískar þar sem jafnt var á öllum tölum en fór að lokum svo að okkar drengir reyndust sterkari á lokasekúndunum og unnu að lokum sætan sigur með minnsta mun, 33-34.

Markaskorarar Þórs: Sigurður Kristófer Skjaldarson 12, Elmar Blær Hlynsson 7, Aron Hólm Kristjánsson 5, Sigurður Bergmann Sigmarsson 5, Hákon Halldórsson 4, Elvar Jónsson 1.  

Strákarnir eru nú komnir með fimm stig en eru eftir sem áður í næstneðsta sæti deildarinnar. Þeir eiga hins vegar leiki til góða á næstu lið fyrir ofan í töflunni og ætla sér væntanlega að nýta meðbyrinn eftir þennan sæta sigur til að spyrna sér frá botninum.

Smelltu hér til að skoða stöðuna í deildinni.

Þjálfarar 3.flokks eru Halldór Örn Tryggvason og Valþór Atli Guðrúnarson.


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira