Aftur tap með minnsta mun fyrir KA

Arnar Þór átti góða innkomu í markið
Arnar Þór átti góða innkomu í markið

Akureyri Handboltafélag beið lægri hlut fyrir KA í 12.umferð Olís-deildarinnar með minnsta mun, 25-26, en þetta er í annað sinn í vetur sem grannaslagurinn tapast með einu marki.

Til að gera langa sögu stutta voru okkar menn langt frá sínu besta, að undanskildum Arnari Þór Fylkissyni, og því fór sem fór. Þrátt fyrir slaka frammistöðu fengu okkar menn þónokkur tækifæri til að koma sér inn í leikinn á síðustu 15 mínútum en slæm nýting dauðafæra þegar mest lá við kom í veg fyrir það.

Hér má lesa umfjöllun Vísis um leikinn og hér má lesa umfjöllun Morgunblaðsins. Einnig var fjallað um leikinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá innslagið með því að smella hér.

Smelltu hér til að skoða tölfræðiskýrslu HB Statz.

Næsti leikur Akureyrar er þegar við heimsækjum Selfyssinga næstkomandi sunnudag, 16.desember. 

Áfram Akureyri!


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira