Akureyri dæmdur sigur - Stjarnan U mætti ekki

Akureyri Handboltafélag styrkti stöðu sína á toppi Grill 66-deildarinnar á laugardag. Stjarnan U mætti ekki til leiks og er Akureyri því dæmdur 10-0 sigur.

Leiknum var frestað á föstudagskvöld þar sem ekkert var flogið seinnipartinn vegna veðurs. Nýr leiktími var því ákveðinn og áætlað að leikurinn færi fram klukkan 13:30 á laugardag.

Enginn liðsmanna Garðbæinga mætti hins vegar og var því leikurinn flautaður á og af aftur um leið.

Akureyri er nú með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir af mótinu.

Næsti leikur Akureyrar er útileikur gegn Þrótti en hann verður leikinn í Víkinni næstkomandi föstudag.


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira