Akureyri U ekki upp um deild

Akureyri U lauk keppni í 2.deild karla í gærkvöldi þegar FH U kom í heimsókn en um var að ræða úrslitaleik um hvort liðið myndi fylgja toppliði ÍR U upp í Grill 66-deildina.

Skemmst er frá því að segja að Hafnfirðingarnir unnu nokkuð öruggan sjö marka sigur, 29-36 eftir að staðan í leikhléi var 13-15.

Það verða því FH U og ÍR U sem fara upp um deild en okkar drengir sitja eftir með sárt ennið í 4.sæti deildarinnar, með jafnmörg stig og Fjölnir U sem hafnar í 3.sæti.

Akureyri U lýkur keppni með 24 stig úr átján leikjum, tólf sigurleikir og sex tapleikir en eitt tapið kom eftir að liðinu var dæmdur ósigur gegn Fjölni U þar sem liðið stillti upp ólöglegum leikmanni.

Smelltu hér til að skoða lokastöðuna í deildinni.


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira