Akureyri U fær KA U í heimsókn

Það verður hart barist í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld þegar Akureyri U og KA U eigast við í fimmtándu umferð 2.deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og er frítt inn.

Akureyri U er í toppbaráttu en liðið er í 4.sæti deildarinnar, fimm stigum frá efsta sæti deildarinnar en á þrjá leiki til góða á topplið Fjölnis U.

KA U er aftur á móti í 8.sæti deildarinnar en fyrri leik liðanna lauk með tveggja marka sigri Akureyrar U, 24-26, í KA-heimilinu þann 6.nóvember síðastliðinn.

Smelltu hér til að skoða stöðuna í 2.deild karla.

Hvetjum alla Akureyringa til að mæta í Höllina í kvöld og skoða framtíðina í akureyrskum handbolta!


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira