Akureyri U heimsækir KA U

Það verður hart tekist á þegar ungmennalið Akureyrar og KA í handbolta mætast í dag, miðvikudag í leik sem fram fer í KA heimilinu og hefst klukkan 16:45.

Þegar liðin mætast trónir KA á toppi deildarinnar með 16 stig eftir 10 leiki en Akureyri er í 4. sætinu með 10 stig eftir 8 leiki. 

Þegar liðin mættust í Íþróttahöllinni fyrr í haust var KA dæmdur sigur 10-0 í þeim leik þar sem Akureyri hafði notast við ólöglega leikmann en okkar drengir unnu öruggan sigur í leiknum. Því má búast við að strákarnir okkar vilji laga stöðuna með sigri gegn grönnum sínum og þannig fikra sig nær toppnum. 

Hvetjum fólk til þess að fjölmenna á leikinn og styðja Akureyri til sigurs. 

Áfram Akureyri!


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira