Akureyri U lagði HK U í Höllinni

Aron Ingi var markahæstur
Aron Ingi var markahæstur

Akureyri U vann góðan sigur á HK U þegar liðin mættust í 2.deildinni í Höllinni í dag. 

Okkar drengir lögðu grunninn að sigrinum með frábærri spilamennsku í fyrri hálfleik þar sem þeir keyrðu yfir gestina. Staðan í leikhléi 16-8. Í síðari hálfleik slökuðu strákarnir kannski heldur mikið á en HK-ingar náðu að saxa verulega á forskotið. Lokatölur 30-28 fyrir Akureyri U.

Aron Ingi Heiðmarsson var markahæstur með átta mörk og Hrannar Ingi Halldórsson kom næstur með sjö mörk.

Smelltu hér til að skoða leikskýrsluna og hér til að skoða stöðuna í deildinni.


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira