Akureyri U sigraði granna sína

Frábær sigur hjá strákunum
Frábær sigur hjá strákunum

Ungmennalið Akureyrar fékk nágranna sína í KA U í heimsókn í Íþróttahöllina á Akureyri í kvöld að viðstöddu þónokkru fjölmenni.

Töluverður munur er á stöðu liðanna í 2.deild karla þar sem Akureyri U er að berjast í efri hluta deildarinnar á meðan KA U er í neðri hlutanum. Engu að síður var leikurinn í kvöld hörkuleikur þar sem hart var barist og töluvert jafnræði með liðunum lengstum.

Staðan í leikhléi var 12-11 fyrir Akureyri U. Okkar drengur sigu svo fram úr á lokamínútunum og unnu að lokum tveggja marka sigur, 26-24.

Athyglisvert er að lokatölurnar voru þær nákvæmlega sömu þegar liðin mættust í KA-heimilinu í nóvember síðastliðnum.

Markaskorarar Akureyrar U: Sigmar Pálsson 9, Þórður Tandri Ágústsson 4, Hilmir Kristjánsson 4, Jason Orri Geirsson 3, Elvar Axelsson 2, Aron Heiðmarsson 1, Óðinn Heiðmarsson 1, Hrannar Halldórsson 1, Marinó Birgisson 1.
Haukur Brynjarsson og Björgvin Helgi Hannesson stóðu vaktina í marki Akureyrar U.

Markaskorarar KA U: Dagur Gautason 7, Sigþór Gunnar Jónsson 6, Heimir Pálsson 4, Jóhann Einarsson 3, Einar Birgir Stefánsson 2, Kristján Garðarsson 2.


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira