Akureyri U tapaði grannaslagnum

Ungmennalið Akureyrar heimsótti granna sína í KA U í 2.deild karla í gær.

Okkar drengir byrjuðu betur og náðu þriggja marka forystu, 4-7, snemma leiks. Í síðari hluta fyrri hálfleiks fór hins vegar allt í baklás sem heimamenn nýttu sér og staðan í leikhléi 16-10 fyrir KA U.

Um miðbik síðari hálfleiks náði Akureyri U að minnka muninn niður í eitt mark, 22-21, en þá gáfu KA-menn í og unnu að lokum þægilegan sex marka sigur, 30-24.

Markaskorarar Akureyrar U: Hilmir Kristjánsson 8, Jóhann Geir Sævarsson 5, Aron Ingi Heiðmarsson 4, Hafþór Ingi Halldórsson 2, Sigurður Kristófer Skjaldarson 2, Hrannar Ingi Halldórsson 2, Sigurður Már Steinþórsson 1.  

Okkar drengir urðu fyrir áfalli snemma leiks þegar Sigmar Pálsson var borinn meiddur af velli. Sendum við Sigmari batakveðjur og vonumst til að sjá hann aftur á vellinum sem fyrst.


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira