Akureyri úr leik í Coca-Cola bikarnum

Hafþór var markahæstur okkar manna í kvöld.
Hafþór var markahæstur okkar manna í kvöld.

Akureyri Handboltafélag er úr leik í Coca-Cola bikarnum eftir tap gegn Fram í Safamýri í kvöld í fyrstu umferð bikarkeppninnar.

Staðan í leikhléi var 11-11 og mikið jafnræði með liðunum. Afleitur seinni hálfleikur okkar manna varð hins vegar til þess að Framarar unnu nokkuð þægilegan fimm marka sigur, 18-23.

Markaskorarar Akureyrar: Hafþór Már Vignisson 5, Gunnar Valdimar Johnsen 4, Leonid Mykhailiutenko 4, Ihor Kopyshynskyi 2, Friðrik Svavarsson 2, Þórður Tandri Ágústsson 1. 

Fjallað var um leikinn í tíufréttum RÚV. Smelltu hér til að skoða umfjöllun RÚV. 

Smelltu hér til að horfa á leikinn í heild sinni.

Næsti leikur Akureyrar er næstkomandi sunnudag klukkan 16:00 þegar Valsarar koma í heimsókn í Höllina. Sjáumst þar!

Áfram Akureyri!


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira