Akureyri Handboltafélag lagði KA að velli

Maður leiksins í kvöld
Maður leiksins í kvöld

Akureyri Handboltafélag er komið með þriggja stiga forystu á toppi Grill 66-deildarinnar eftir öruggan fjögurra marka sigur á KA í toppslag deildarinnar sem fram fór í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld að viðstöddum rúmlega 1100 áhorfendum.

Akureyri hafði frumkvæðið í leiknum frá upphafi til enda en staðan í leikhléi var 11-8, Akureyri í vil. KA-menn mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og virtust staðráðnir í að ná okkar mönnum. Hins vegar tókst KA aldrei að komast nær en tveimur mörkum og munaði þar mest um algjörlega stórkostlega frammistöðu Arnars Þórs Fylkissonar í marki Akureyrar.

Sóknarleikur Akureyrar gekk vel stærstan hluta leiksins en þegar hann hikstaði steig Arnar Þór upp í markinu og sá til þess að KA-menn náðu ekki að minnka forystuna meira en raun bar vitni. Fór að lokum svo að Akureyri hafði fjögurra marka sigur, 24-20 í skemmtilegum handboltaleik.

Markaskorarar Akureyrar: Hafþór Már Vignisson 7, Brynjar Hólm Grétarsson 5, Igor Kopyshynskyi 5, Arnór Þorri Þorsteinsson 2, Patrekur Stefánsson 2, Garðar Már Jónsson 2, Karolis Stropus 1.

Arnar Þór Fylkisson stóð vaktina í marki Akureyrar allan leikinn og varði frábærlega. Talning á vörðum skotum stendur enn yfir og mun líklega standa yfir eitthvað fram á nótt.

Markaskorarar KA: Heimir Örn Árnason 5, Ólafur Jóhann Magnússon 4, Sigþór Árni Heimisson 3, Dagur Gautason 2, Áki Egilsnes 2, Elfar Halldórsson 1, Hreinn Þór Hauksson 1, Sigþór Gunnar Jónsson 1, Andri Snær Stefánsson 1.


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira