Deildarmeistari í 4.flokki karla

4.flokkur karla - yngra ár tók á móti deildarmeistaratitilinum í Síðuskóla í dag þegar þeir unnu sigur á Stjörnunni með minnsta mun, 21-20.

Strákarnir voru fyrir löngu búnir að tryggja sér efsta sæti deildarinnar en þeir unnu alla tólf leiki sína í deildinni í vetur og eru með 105 mörk í plús í markatölu eftir þessa tólf leiki. Yfirburðirnir algjörir.

Smelltu hér til að skoða lokastöðuna í deildinni.

Nú tekur við úrslitakeppni hjá strákunum þar sem þeir fara í útsláttarkeppni átta bestu liða landsins.

Þjálfarar flokksins eru Þorvaldur Sigurðsson og Jason Orri Geirsson.


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira