Engin frægðarför í Mosó

Okkar menn eru enn í leit að sínum fyrstu stigum á þessu ári eftir átta marka tap í Mosfellsbæ í dag þar sem Akureyri Handboltafélag heimsótti Aftureldingu í 15.umferð Olís-deildarinnar.

Skemmst er frá því að segja að okkar menn voru langt frá sínu besta og voru í raun aldrei líklegir til þess að fá nokkuð út úr leiknum. Töluvert slakari frammistaða en í fyrsta leik ársins gegn Haukum um síðustu helgi og því fór sem fór.

Eftir að staðan í leikhléi var 16-12 fyrir heimamönnum fór að lokum svo að Afturelding vann öruggan átta marka sigur, 30-22.

Smelltu hér til að lesa umfjöllun Vísis og hér til að skoða tölfræðiskýrslu HB Statz.

Næsti leikur Akureyrar er heimaleikur gegn Fram laugardaginn 23.febrúar næstkomandi. Vart þarf að fjölyrða um mikilvægi leiksins enda algjör fjögurra stiga leikur í baráttunni um að halda velli í deildinni.

Áfram Akureyri!


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira