Upphitun: Haukar - Akureyri

Akureyri Handboltafélag heimsækir Hauka í 3.umferð Olís deildar karla laugardaginn 22.september. Leikurinn fer fram í Schenker höllinni að Ásvöllum í Hafnarfirði og verður flautað til leiks á slaginu 18:00.

Haukar eru eitt sigursælasta lið landsins á þessari öld og hafa á að skipa sterku liði í ár líkt og undanfarin ár. Var þeim til að mynda spáð deildarmeistaratitli af Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport á dögunum. Þeir hafa þó hikstað í upphafi móts og eru enn í leit að sínum fyrsta sigri eftir jafntefli gegn FH í fyrstu umferð og stórtap gegn KA í 2.umferð.

Markahæsti leikmaður Hauka eftir fyrstu tvo leikina er leikstjórnandinn útsjónarsami Atli Már Báruson með 14 mörk. Næstur á eftir honum er Daníel Þór Ingason, efnileg stórskytta. Á meðal annarra lykilmanna Hauka ber helsta að nefna landsliðshetjuna Ásgeir Örn Hallgrímsson, línumanninn hávaxna Heimi Óla Heimisson og markvörðinn efnilega Grétar Ara Guðjónsson.

Þjálfari Hauka er hinn reynslumikli Gunnar Magnússon, sem hefur einnig þjálfað ÍBV, HK og fleiri félög auk þess að vera í þjálfarateymi A-landsliðs karla. Honum til aðstoðar er Maksim Akbachev en hann er sonur Mickail Akbashev sem þjálfaði Þór Akureyri í efstu deild um tíma.

Það verður sannkölluð handboltaveisla í Schenker höllinni á laugardag því klukkan 16:00 mætast Haukar og KA/Þór í Olís-deild kvenna. Við hvetjum því Akureyringa sem staddir eru á höfuðborgarsvæðinu að fjölmenna og hvetja Akureyrarliðin til sigurs gegn Haukum.

Smelltu hér til að skoða betur hvað er í boði að Ásvöllum á laugardag.

Áfram Akureyri!


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira