Upphitun: ÍBV - Akureyri

Akureyri Handboltafélag heimsækir ÍBV í 17.umferð Olís-deildar karla, miðvikudaginn 13.mars. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður sýndur beint á ÍBV TV.

ÍBV liðið þarf vart að kynna fyrir handboltaáhugafólki á Íslandi þar sem liðið hefur verið í allra fremstu röð undanfarin ár. Eyjamenn voru í algjörum sérflokki á síðustu leiktíð þegar þeir unnu deildina, bikarinn og úrslitakeppnina.

ÍBV er í 6.sæti deildarinnar með 15 stig eftir 16 leiki. ÍBV hefur unnið 6 leiki (Stjarnan x2, Akureyri, Fram, Grótta og Afturelding), gert 3 jafntefli (Grótta, Afturelding og ÍR) og tapað 7 (ÍR, Selfoss x2, Valur, FH, KA, Haukar).

Markahæsti leikmaður ÍBV í vetur er línumaðurinn öflugi Kári Kristján Kristjánsson með 76 mörk í 16 leikjum og næstur á eftir honum er Theodór Sigurbjörnsson með 70 mörk í 13 leikjum en hann mun ekki spila meira í vetur vegna meiðsla. Fyrri leikur okkar manna gegn ÍBV fór 22-29 en hann fór fram í Íþróttahöllinni á Akureyri þann 21.október síðastliðinn.

Þar fór fyrrnefndur Kári mikinn og skoraði 10 mörk á meðan Patrekur Stefánsson var markahæstur okkar manna með 6 mörk.

Þjálfari Eyjamanna er Erlingur Richardsson og honum til aðstoðar er Kristinn Guðmundsson en saman gerðu þeir HK að Íslandsmeisturum árið 2012. Erlingur er þrautreyndur í þjálfun og hefur þjálfað frá því í kringum aldamótin. Hann hefur meðal annars þjálfað þýska úrvalsdeildarliðið Fuchse Berlin og þjálfar nú hollenska landsliðið meðfram starfi sínu í Vestmannaeyjum

Í liði ÍBV eru tveir leikmenn sem hafa leikið fyrir Akureyri og eru þeir báðir í lykilhlutverki í varnarleik Eyjamanna en þetta eru þeir Magnús Stefánsson og Róbert Sigurðarson en sá síðarnefndi er á láni hjá ÍBV frá okkur. 

Magnús á 54 leiki fyrir AHF í efstu deild á árunum 2006-2008 en Róbert á 59 leiki fyrir AHF í efstu deild á árunum 2015-2017 en hann varði síðustu leiktíð einnig sem lánsmaður hjá ÍBV. 

Áfram Akureyri!


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira