Fimm marka tap í Hafnarfirði

Akureyri Handboltafélag sótti engin stig til Hafnarfjarðar þegar liðið heimsótti Hauka í 3.umferð Olís-deildar karla í gærkvöldi.

Heimamenn tóku snemma leiks frumkvæðið og héldu því út leikinn en staðan í leikhléi var 15-12 fyrir Hauka. Í síðari hálfleik héldu Haukar áfram að bæta við forystuna og unnu að lokum fimm marka sigur, 31-26.

Markaskorarar Hauka: Adam Haukur Bamruk 9, Heimir Óli Heimsson 6, Daníel Þór Ingason 5, Ásgeir Örn Hallgrímsson 4, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 3, Halldór Ingi Jónasson 2, Einar Pétur Pétursson 2.

Grétar Ari Guðjónsson varði sjö skot og Andri Scheving þrjú.

Markaskorarar Akureyrar: Hafþór Vignisson 7, Leonid Mykhailiutenko 6, Ihor Kopyshynskyi 4, Garðar Már Jónsson 3, Friðrik Svavarsson 2, Patrekur Stefánsson 1, Brynjar Hólm Grétarsson 1, Gunnar Valdimar Johnsen 1, Arnór Þorri Þorsteinsson 1. 

Arnar Þór Fylkisson varði tólf skot og Marius Aleksejev eitt. Marius fékk að líta beint rautt spjald í síðari hálfleik.

Smelltu hér til að lesa umfjöllun Vísis og hér til að lesa umfjöllun Morgunblaðsins.


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira