Frábær sigur á Stjörnunni

Akureyri Handboltafélag vann tveggja marka sigur á Stjörnunni í 20.umferð Olís-deildarinnar í Íþróttahöllinni á Akureyri í gær.

Okkar menn mættu ákveðnir til leiks og tóku frumkvæðið strax í byrjun. Staðan í leikhléi 14-13 fyrir Akureyri. Í síðari hálfleik fór að halla undan fæti og þegar tíu mínútur lifðu leiks hafði Stjarnan þrigga marka forskot, 20-23. Þá tók við frábær lokakafli okkar manna og fór að lokum svo að sigur vannst, 27-25.

Smelltu hér til að lesa umfjöllun Vísis og hér til að lesa umfjöllun Morgunblaðsins. Þá var leikurinn sýndur beint á Akureyri TV og má horfa á útsendinguna hér.

Það er skammt stórra höggva á milli hjá okkar mönnum því næsti leikur Akureyrar er miðvikudaginn 3.apríl þar sem við heimsækjum FH í Kaplakrika. Deildinni lýkur svo á laugardag þegar ÍR-ingar koma í heimsókn í Höllina.

Áfram Akureyri!


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira