Góð ferð í Hafnarfjörðinn

Hafþór markahæstur í hörkuleik
Hafþór markahæstur í hörkuleik

Akureyri Handboltafélag styrkti stöðu sína á toppi Grill 66-deildarinnar í gær þegar liðið heimsótti Hauka U í Strandgötu.

Nokkuð jafnræði var með liðunum til að byrja með þó okkar menn hafi haft frumkvæðið lengstum. Staðan í leikhléi 11-13 fyrir Akureyri.

Í síðari hálfleik voru Akureyringar betri aðilinn og náðu til að mynda að byggja upp sex marka forskot skömmu fyrir leikslok. Heimamenn gerðu hins vegar áhlaup í restina og tókst að minnka muninn niður í tvö mörk. Lokatölur 23-25.

Markaskorarar Akureyrar: Hafþór Már Vignisson 6, Brynjar Hólm Grétarsson 5, Garðar Már Jónsson 4, Patrekur Stefánsson 3, Ihor Kopyshynskyi 3, Karolis Stropus 2, Arnþór Gylfi Finnsson 1, Arnór Þorri Þorsteinsson 1.

Markaskorarar Hauka U: Leonharð Þorgeir Harðarson 5, Hjörtur Ingi Halldórsson 4, Einar Pétur Pétursson 4, Hallur Kristinn Þorsteinsson 3, Aron Gauti Óskarsson 2, Gunnar Dan Hlynsson 2, Jóhannes Damian Patreksson 1, Þórarinn Leví Traustason 1, Elías Már Halldórsson 1.

Akureyri er því enn með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir af mótinu. Næsti leikur Akureyrar er heimaleikur gegn Stjörnunni U næstkomandi föstudagskvöld.


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira