Góð suðurferð hjá Akureyri U

Þórður Tandri Ágústsson.
Þórður Tandri Ágústsson.

Ungmennalið Akureyrar hélt suður yfir heiðar í gær og lék tvo leiki í 2.deild karla um helgina. Í gær voru strákarnir í Kópavogi þar sem þeir mættu HK U. Okkar menn höfðu undirtökin í leiknum stærstan hluta leiksins og leiddu með þremur mörkum í leikhléi. Fór að lokum svo að Akureyri U vann fimm marka sigur, 30-35.

Markaskorarar Akureyrar U: Jóhann Geir Sævarsson 10, Þórður Tandri Ágústsson 8, Jason Orri Geirsson 5, Hilmir Kristjánsson 5, Aron Ingi Heiðmarsson 3, Sigurður Már Steinþórsson 2, Halldór Yngvi Jónsson 1, Haukur Valtýsson 1.

Í dag voru strákarnir í heimsókn í Mosfellsbæ þar sem þeir unnu álíka öruggan sigur á Aftureldingu U, 21-30, eftir að hafa leitt með einu marki í leikhléi, 11-12.

Markaskorarar Akureyrar U: Jóhann Geir Sævarsson 13, Reynir Ómarsson 5, Hilmir Kristjánsson 4, Jason Orri Geirsson 4, Þórður Tandri Ágústsson 2, Haukur Valtýsson 1, Sigurður Már Steinþórsson 1.

Haukur Brynjarsson, Kristján Steinsson og Tómas Gunnarsson vörðu mark Akureyrar U um helgina.

Smelltu hér til skoða stöðuna í 2.deild karla.

3.flokkur lék einnig tvo leiki sunnan heiða um helgina en töpuðu báðum, fyrst gegn toppliði Vals og svo gegn Haukum í dag. Smelltu hér til að sjá stöðuna hjá 3.flokki.


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira