Grátlegt tap í fyrsta leik

Tap í fyrsta leik
Tap í fyrsta leik

Akureyri Handboltafélag tapaði með minnsta mögulega mun fyrir KA í 1.umferð Olís-deildar karla.

Lokatölur 28-27 fyrir KA eftir að heimamenn höfðu leitt leikinn með fimm mörkum í leikhléi, 16-11. Lokamínúturnar voru vægast sagt æsilegar en að lokum féll sigurinn í skaut KA-manna.

Markaskorarar Akureyrar: Ihor Kopyshynskyi 9/3, Hafþór Vignisson 5/1, Brynjar Hólm Grétarsson 4, Friðrik Svavarsson 2, Leonid Mykhailiutenko 2, Patrekur Stefánsson 2, Gunnar Valdimar Johnsen 1, Þórður Tandri Ágústsson 1, Garðar Már Jónsson 1.

Arnar Þór Fylkisson og Marius Aleksejev léku báðir virkilega vel. Arnar Þór með 12 varin skot og Marius varði 4 skot.

Markaskorarar KA: Áki Egilsnes 8/4, Sigþór Gunnar Jónsson 5, Tarik Kasumovic 5, Allan Norðberg 3, Dagur Gautason 2, Jón Heiðar Sigurðsson 2, Sigþór Árni Heimisson 1, Daníel Matthíasson 1, Einar Birgir Stefánsson 1.

Jovan Kukobat varði 7 skot í marki KA.

Óhætt er að segja að okkar menn hafi verið nokkuð lengi í gang í þessari frumraun og nýttu KA-menn sér það vel til að búa til góða forystu í fyrri hálfleik. Um miðbik síðari hálfleiks kviknaði á Akureyrarliðinu og var allt annað að sjá til liðsins síðustu 15 mínútur leiksins. Er það vonandi það sem koma skal í vetur.

800 áhorfendur troðfylltu KA-heimilið og viljum við nota tækifærið og þakka afar öflugum stuðningsmönnum AHF sem studdu dyggilega við bakið á liðinu, ekki hvað síst þegar illa gekk inn á vellinum.

Gígantískur munur er á umfjöllun um leiki Olís-deildarinnar samanborið við Grill 66-deildina og hér fyrir neðan eru tenglar á ítarlegar umfjallanir stærstu fjölmiðla landsins um leikinn.

Smelltu hér til að lesa umfjöllun Vísis, Morgunblaðsins og Fréttablaðsins.


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira