Hafþór besti ungi leikmaður fyrri hlutans

Deildarkeppni Olís-deildar karla er nú rétt rúmlega hálfnuð en búið er að leika 12 leiki af 22.

Fyrri hluti Olís-deildanna var gerður upp í handboltasjónvarpsþættinum Seinni Bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Þar var meðal annars valið lið fyrri hlutans í Olís-deildum karla og kvenna auk fleiri verðlauna en verðlaunin voru valin í samstarfi við HSÍ og Olís.

Besti ungi leikmaður Olís-deildarinnar til þessa er hægri skytta Akureyrar Handboltafélags, Hafþór Már Vignisson. Óskum við Hafþóri til hamingju með útnefninguna.

Þessi útnefning ætti ekki að koma neinum sem fylgst hefur með okkar mönnum í vetur á óvart. Hafþór hefur raunar verið einn besti leikmaður deildarinnar en hann er næstmarkahæsti leikmaður Akureyrar í vetur með 55 mörk, fjórum mörkum minna en Ihor Kopyshynskyi. Þá er Hafþór stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar með 4,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Þá hefur Hafþór staðið fyrir sínu í varnarleiknum þar sem hann er að skila 3,6 löglegum stöðvunum að meðaltali í leik.

Hafþór er 19 ára gamall og hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands.

Hér er hægt að sjá öll verðlaun gærkvöldsins


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira