Hafþór Már íþróttamaður Þórs 2018

Hafþór Már íþróttamaður Þórs 2018. Mynd: Palli Jó
Hafþór Már íþróttamaður Þórs 2018. Mynd: Palli Jó

Knattspyrnukonan Arna Sif Ásgrímsdóttir og handknattleiksmaðurinn Hafþór Már Vignisson eru íþróttafólk Þórs 2018 en valið var kunngjört við hátíðlega athöfn í Hamri, félagsheimili Þórs, í kvöld.

Hafþór Már hlýtur þessa nafnbót í fyrsta sinn en þrátt fyrir ungan aldur hefur hinn 19 ára gamli Hafþór verið handboltamaður Þórs undanfarin fjögur ár eða allt frá árinu 2015.

Hér fer umsögn handknattleiksdeildar um Hafþór: Hafþór Már er þrátt fyrir ungan aldur algjör lykilmaður í liði AHF, bæði í vörn og sókn. Hann hefur skorað 55 mörk í 12 leikjum fyrir liðið það sem af er leiktímabilinu. Hafþór hefur hlotið mikla athygli fyrir sína frammistöðu það sem af er tímabilsins og var m.a. valinn bestu ungi leikmaðurinn af sérfræðingum Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport. Hafþór hefur leikið fjölmarga leiki fyrir yngri landslið Íslands og er ljóst að hann er algjör framtíðarmaður í íslenskum handbolta. Fyrirmynd bæði inná velli sem og utan hans.

Arna Sif var í lykilhlutverki hjá Þór/KA sem hefur verið í fararbroddi í íslenskri kvennaknattspyrnu undanfarinn áratug. Er þetta í þriðja sinn sem Arna Sif er kjörin en hún var fyrst kosin íþróttamaður Þórs 2012 og svo aftur 2014 og í ár er titillinn íþróttakona Þórs 2018.

Akureyri Handboltafélag óskar þessu öfluga íþróttafólki til hamingju með nafnbótina.

Nánar er fjallað um málið á heimasíðu Þórs.


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira