Hafþór Már valinn í U20 ára landsliðið

Hafþór Már Vignisson.
Hafþór Már Vignisson.

Hægri skyttan Hafþór Már Vignisson er einn 22 leikmanna sem valinn var í æfingahóp U20 ára landsliðs Íslands sem mun æfa í Reykjavík helgina 6.-8.apríl næstkomandi.

Hafþór Már var, þrátt fyrir ungan aldur, einn allra besti leikmaður Grill 66-deildarinnar á nýafstaðinni leiktíð og var markahæsti leikmaður Akureyrar með 93 mörk í 17 leikjum en Hafþór er enn gjaldgengur í 3.flokk.

Þjálfari U20 ára landsliðs Íslands er Bjarni Fritzson, markahæsti leikmaður í sögu AHF.


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira