Handboltadagur á Glerártorgi á laugardaginn

Strákarnir okkar ætla að gera sér glaðan dag með aðdáendum félagsins á Glerártorgi á morgun, laugardag. Mikið verður um dýrðir og kjörið tækifæri fyrir Akureyringa til að kynnast leikmönnum liðsins og starfi félagsins.

Til að mynda verður komið uppi handboltamarki þar sem gestum og gangandi gefst tækifæri á að reyna sig gegn markvörðum Akureyrar Handboltafélags. Þá verður hægt að skjóta á sérstakt Orku-mark þar sem fólk getur sýnt fram á hittni sína með handboltann.

Herlegheitin verða í gangi milli 13:30 og 16:00 og hvetjum við alla til að líta við. Nokkrir af styrktaraðilum Akureyrar verða með í fjörinu og ljóst að nóg verður um að vera.

Hægt verður að skrá sig fyrir Orkulykli á staðnum og munu þrír heppnir fá 10.000 króna inneign á lykilinn sinn.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá Handboltadeginum í fyrra.

handboltadagur

handboltadagur

handboltadagur


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira