Happdrætti AHF 2018

Akureyri Handboltafélag hefur sett af stað happdrætti þar sem möguleiki er á að vinna glænýjan KIA Rio. Happdrættið er liður í fjáröflun leikmanna meistaraflokks Akureyrar sem stefna á æfingaferð erlendis síðar í sumar.

Hægt er að panta miða með því að millifæra 5000 krónur inn á reikning.

Reikningsupplýsingar
Reikningur - 162-26011598

Kennitala - 511217-0750

Senda staðfestingu á ahfhappdr@gmail.com og setja heimilisfang í skýringu. Miðarnir verða svo póstlagðir vikulega.

Dregið verður miðvikudaginn 3.október næstkomandi og verður aðeins dregið úr seldum miðum. Heildarfjöldi miða er 1000 stykki.


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira