Hundraðasti landsleikur Adda Mall

Arnór Þór Gunnarsson
Arnór Þór Gunnarsson

Akureyringurinn Arnór Þór Gunnarsson stendur í ströngu þessa dagana ásamt félögum sínum í A-landsliði karla en Arnór Þór er eini Akureyringurinn í 17 manna landsliðshópi Íslands sem mætir Makedóníu í dag í úrslitaleik um hvort liðið fylgir Króatíu og Spáni í milliriðla.

Arnór Þór fór upp í gegnum alla yngri flokka Þórs og lék 51 leik fyrir meistaraflokk Þórs í efstu og næstefstu deild áður en hann hélt til Vals sumarið 2006. Eftir nokkur ár að Hlíðarenda hefur Arnór átt flottan feril í Þýskalandi auk þess að hafa verið fyrsti kostur í hægra horni íslenska landsliðsins undanfarin ár. 

Arnór er markahæstur íslenska landsliðsins í keppninni sem nú stendur yfir og í kvöld mun hann ná þeim merka áfanga að leika hundraðasta A-landsleik sinn. Er hann 56. leikmaðurinn til að ná þeim áfanga og fer þar með í hóp með Rúnari Sigtryggssyni og fleirum góðum.
Addi Mall á upphafsárum glæsts ferils


Aðrir leikmenn sem hafa leikið fyrir AHF og/eða þjálfað og eru í 100 leikja klúbbnum

Geir Sveinsson
Rúnar Sigtryggsson
Sverre Jakobsson
Ingimundur Ingimundarson
Hreiðar Levy Guðmundsson


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira