Ihor Kopyshynskyi framlengir samning sinn

Ihor ásamt Sverre Jakobssyni og Vigni Traustasyni við undirritun nýs samnings.
Ihor ásamt Sverre Jakobssyni og Vigni Traustasyni við undirritun nýs samnings.

Úkraínski hornamaðurinn Ihor Kopyshynskyi hefur undirritað nýjan samning við Akureyri Handboltafélag og mun hann því leika með liðinu í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Samningurinn er til tveggja ára eða út leiktímabilið 2019/2020.

Ihor er 27 ára gamall og kom til félagsins snemma á síðustu leiktíð. Hann var í lykilhlutverki þegar liðið vann Grill 66-deildina á nýafstaðinni leiktíð og skoraði 44 mörk í 13 leikjum en meiðsli komu í veg fyrir að Ihor léki fleiri leiki.

Alls hefur Ihor leikið 32 leiki fyrir félagið og skorað í þeim 85 mörk. Þá hefur hann hefur verið viðloðandi úkraínska landsliðið á undanförnum árum en hann lék með Klaipeda Dragunas í Litháen og Portovik í heimalandinu áður en hann gekk til liðs við Akureyri.

Frekari tíðinda af leikmannamálum AHF er að vænta á næstunni.


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira