Íþróttamaður Akureyrar 2017

Kjöri Íþróttamanns Akureyrar 2017 verður lýst við hátíðlega athöfn í Hofi miðvikudaginn 24.janúar næstkomandi. Íþróttabandalag Akureyrar og Frístundaráð Akureyrar standa fyrir athöfninni og eru allir bæjarbúar velkomnir.

Íþróttafólk ársins hjá aðildarfélögum ÍBA verður heiðrað. Forsvarsmenn íþróttafélaga fá afhenta styrki vegna Íslandsmeistara- og landsliðsfólks. Heiðursviðurkenningar Frístundaráðs verða svo veittar áður en samkomunni lýkur þegar lýst verður kjöri á Íþróttamanni bæjarins.

Athöfnin er opin öllum, húsið opnar klukkan 17:00 og athöfnin hefst svo klukkan 17:30.

Handknattleiksmaður varð síðast hlutskarpastur í valinu árið 2003 þegar línumaðurinn frábæri, Andreas Stelmokas, var valinn Íþróttamaður Akureyrar.

Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni verður Brynjar Hólm Grétarsson fulltrúi Akureyrar Handboltafélags í ár.

binni


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira