Jafntefli í Breiðholti

Leonid var öflugur í dag.
Leonid var öflugur í dag.

Akureyri Handboltafélag og ÍR skildu jöfn eftir kaflaskiptan leik í 11.umferð Olís-deildarinnar í Íþróttahúsinu Austurbergi í dag.

Bæði lið fóru frekar rólega af stað og var lítið skorað á fyrsta stundarfjórðungi leiksins. ÍR-ingar voru hins vegar sterkari á lokakafla fyrri hálfleiks og fóru með þriggja marka forystu í leikhléið, 12-9.

Okkar menn unnu sig inn í leikinn þegar á leið í síðari hálfleiknum og voru hársbreidd frá því að vinna sterkan útisigur þar sem staðan var 19-22 fyrir Akureyri þegar þrjár mínútur lifðu leiks. Heimamenn neituðu hins vegar að gefast upp og náðu að jafna metin með marki úr vítakasti á síðustu sekúndu leiksins. Lokatölur 22-22. 

Smelltu hér til að lesa umfjöllun Vísis um leikinn og hér til að sjá myndbrot og viðtöl frá Austurbergi úr kvöldfréttum Stöðvar 2.

Smelltu hér til að skoða tölfræðiskýrslu HB Statz.

Næsti leikur Akureyrar er heimaleikur gegn KA næstkomandi laugardag klukkan 18:00.

Áfram Akureyri!


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira