Kærkominn sigur á Gróttu

Akureyri Handboltafélag lagði Gróttu að velli í 18.umferð Olís-deildar karla í Íþróttahöllinni á Akureyri í gær að viðstöddum tæplega 600 áhorfendum.

Okkar menn mættu gríðarlega vel stemmdir til leiks og lögðu grunninn að sigri með frábærri spilamennsku í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 16-10, Akureyri í vil. Gróttumenn gerðu áhlaup í upphafi síðari hálfleiks og náðu að minnka muninn niður í eitt mark nokkrum sinnum í leiknum en náðu þó aldrei að jafna leikinn. Fór að lokum svo að Akureyri vann tveggja marka sigur, 25-23.

Smelltu hér til að lesa umfjöllun Vísis um leikinn og hér til að lesa umfjöllun Morgunblaðsins.

Þá var leikurinn sýndur í beinni á Youtube svæði okkar og er hægt að horfa á leikinn í heild sinni hér.

Hér má sjá tölfræðiskýrslu HB Statz frá leiknum.

Næsti leikur Akureyrar er útileikur gegn Val mánudaginn 25.mars næstkomandi klukkan 19:30.

Áfram Akureyri!


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira