Leikmannakynning AHF 2018

Leikmannakynning Akureyrar Handboltafélags fer fram í Íþróttahöllinni á Akureyri, fimmtudaginn 13.september klukkan 20:30.

Þar verður stuðningsmönnum boðið að skoða okkar glæsilega heimavöll auk þess sem leikmannahópur liðsins verður kynntur. 

Gullkortin verða kynnt til sögunnar og verður hægt að versla slíkt kort á staðnum fyrir 20.000 krónur en kortið veitir meðal annars aðgang að öllum heimaleikjum Akureyrar í vetur.

Hvetjum við alla stuðningsmenn félagsins til að mæta í Höllina og eiga góða kvöldstund með strákunum okkar.

Það styttist óðum í fyrsta heimaleik Akureyrar en hann er næstkomandi mánudag þegar Selfyssingar koma í heimsókn í Íþróttahöllina.


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira