Lokahóf yngri flokka

Ungir iðkendur ásamt þjálfara sínum, Hafþóri Vignissyni. Mynd: Páll Jóhannesson
Ungir iðkendur ásamt þjálfara sínum, Hafþóri Vignissyni. Mynd: Páll Jóhannesson

Það var afar notaleg stemmning á lokahófi yngri flokka handboltans sem fram fór í íþróttahúsi Síðuskóla á dögunum Þar var veturinn gerður upp með viðeigandi hætti. 

Steinn Símonarson stjórnarmaður í handboltadeild fór yfir starfsemi deildarinnar, sem gekk afar vel innan vallar sem utan. Sagði Steinn að allt skipulag í keppnisferðum og mótum vetrarins hafi gengið eins og best sé á kosið. Þar eigi stjórnarmenn, foreldrar og sjálfboðaliðar sinn þátt og færði Steinn öllu þessu fólki bestu þakkir. 

Allir iðkendur í 7. og 8. flokki fengu viðurkenningar enda eru þau sannkallaðir sigurvegarar. 

Einstaklingsviðurkenningar í flokkum 6. – 3. flokks:

3. flokkur 

Besti leikmaðurinn: Þórður Tandri Ágústsson

Besti sóknarmaðurinn: Jóhann Geir Sævarsson

Besti varnarmaðurinn: Haukur Brynjarsson

Hugarfarsverðlaun: Reynir Ómarsson

4. flokkur 

Besti leikmaðurinn: Aron Hólm Kristjánsson

Mestu framfarir: Jón Ólafur Þorsteinsson

Hugarfarsverðlaun: Kristján Páll Steinsson

5. flokkur 

Besti leikmaðurinn: Aron Ingi Magnússon

Mestu framfarir: Steinar Ingi Árnason

Hugarfarsverðlaun: Viðar Ernir Reimarsson

6. flokkur 

Besti leikmaðurinn: Gabríel Esra Sigurðsson

Mestu framfarir: Ingþór Brynjólfsson

Hugarfarsverðlaun: Dagur Guðnason

Nokkrir leikmenn sem nú ganga upp úr 3. flokki og munu spila framvegis  undir merkjum Akureyri handbolta, þeim voru færðar gjafir í kveðjuskyni. 

Þegar formlegri dagskrá var lokið var gestum boðið uppá grillaðar pylsur og drykki.

Óskum öllum viðeigandi til hamingju, takk fyrir veturinn. 

Frétt af thorsport.is


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira