Nýr leikmaður AHF

Gunnar handsalar samning við Þorvald Sigurðsson
Gunnar handsalar samning við Þorvald Sigurðsson

Akureyri Handboltafélagi hefur borist liðsstyrkur þar sem Gunnar Valdimar Johnsen er genginn til liðs við félagið en hann kemur að láni í eitt ár frá Stjörnunni.

Gunnar er 21 árs gamall og er rétthent skytta en getur leyst nokkrar stöður á vellinum.

Hann kom við sögu í 14 leikjum með Stjörnunni í Olís-deildinni á síðustu leiktíð og skoraði í þeim átján mörk en Stjarnan hafnaði í 7.sæti deildarinnar. Þá lék Gunnar einnig 8 leiki með Stjörnunni U í Grill 66-deildinni þar sem hann skoraði 48 mörk eða sex mörk að meðaltali í leik. Árið á undan var Gunnar næstmarkahæsti leikmaður 1.deildarinnar þegar hann skoraði 148 mörk í 21 leik fyrir Stjörnuna.

Gunnar fór mikinn í leik Stjörnunnar U og Akureyrar á síðustu leiktíð þegar Akureyri vann nauman sigur í Garðabæ, 25-26. Gunnar var besti maður Stjörnunnar og skoraði níu mörk.

Á seinni hluta leiktíðar lék Gunnar með Gróttu í Olís-deildinni þar sem hann skoraði 28 mörk í 8 leikjum.

Hann hefur æft með Akureyri undanfarnar vikur og lék til að mynda með liðinu í Norðlenska Greifamótinu á dögunum. 

Við bjóðum Gunnar velkominn til félagsins og hlökkum til að sjá hann í svarta búningnum í Olís-deildinni á komandi leiktíð.


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira