Nýr leikmaður AHF - Valþór Atli kominn heim

Valþór Atli handsalar samning við Þorvald Sigurðsson.
Valþór Atli handsalar samning við Þorvald Sigurðsson.

Valþór Atli Guðrúnarson er genginn til liðs við Akureyri Handboltafélag að nýju eftir tveggja ára dvöl hjá ÍR.

Valþór Atla þarf vart að kynna fyrir stuðningsmönnum Akureyrar enda er hann uppalinn í Þorpinu og hefur leikið 45 leiki fyrir Akureyri Handboltafélag í efstu deild. Hann var í lykilhlutverki hjá liðinu tímabilið 2013-2014 þegar Akureyri hafnaði í 6.sæti Olís-deildarinnar.

Valþór Atli er 27 ára gamall leikstjórnandi sem getur einnig spilað vinstri skyttu.

Hann hefur verið á mála hjá ÍR undanfarin tvö ár og var lykilmaður hjá Breiðhyltingum tímabilið 2016-2017 þegar ÍR vann sér sæti í efstu deild. Á síðustu leiktíð kom Valþór lítið við sögu vegna meiðsla.

Sannarlega gleðitíðindi að endurheimta Valþór heim úr borginni og bjóðum við hann velkominn heim.


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira