Nýr markvörður til liðs við Akureyri Handboltafélag

Litháíski markvörðurinn Lukas Simanavicius er genginn til liðs við Akureyri Handboltafélag og hefur fengið leikheimild með liðinu. Lukas er 27 ára gamall og alls engin smásmíði en hann er tæpir 200 sentimetrar á hæð.

Samningur Lukas við AHF gildir út maímánuð 2019.

Hann kemur til AHF frá Klaipeda Dragunas í heimalandinu, þaðan sem hann hefur leikið frá árinu 2012. Þekkir hann því vel til tveggja leikmanna okkar, þeirra Karolis Stropus og Ihor Kopyshynskyi. Þá lék fyrrum leikmaður AHF, Mindaugas Dumcius, einnig með Lukas í Litháen.

Lukas hefur æft með Akureyrarliðinu undanfarnar vikur og leikur væntanlega sinn fyrsta leik á morgun þegar við heimsækjum Míluna.


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira