Nýr styrktarþjálfari AHF - Ragnar Þór Óskarsson | Ingimundur áfram

Ragnar Þór Óskarsson
Ragnar Þór Óskarsson

Akureyri Handboltafélag hefur ráðið Ragnar Þór Óskarsson til starfa í þjálfarateymi félagsins og mun hann hafa yfirumsjón með styrktarþjálfun liðsins. Jafnframt mun Ingimundur Ingimundarson halda áfram í starfi sínu sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks. 

Ragnar Þór á yfir 100 landsleiki að baki fyrir A-landslið Íslands og hefur getið af sér gott orð í þjálfun í Frakklandi þar sem hann hefur meðal annars verið aðstoðarþjálfari hjá Cesson-Rennes í frönsku úrvalsdeildinni og þjálfaði þar tvo fyrrum leikmenn Akureyrar, frændurna Geir Guðmundsson og Guðmund Hólmar Helgason. Ragnar sá einnig um styrktarþjálfun hjá Cesson-Rennes auk þess að koma að þjálfun yngri leikmanna félagsins.

Ragnar er fertugur en hann lék með ÍR hér á landi áður en hann hélt í atvinnumennsku um aldamótin og átti farsælan feril í Danmörku og Frakklandi. Hann hefur áður þjálfað á Íslandi þar sem hann þjálfaði Val með Ólafi Stefánssyni tímabilið 2013-2014. Þá var hann hluti af þjálfarateymi Geirs Sveinssonar hjá íslenska landsliðinu þegar Geir stýrði því.

Ragnar er búsettur í Frakklandi og verður það áfram en hann er þegar búinn að hitta alla okkar leikmenn og leggja línurnar. Hann mun vinna náið með þjálfarateymi félagsins en ráðningin nær út yfirstandandi leiktíð. Ragnar mun einnig hafa yfirumsjón með styrktarþjálfun hjá Akureyri U og 3.flokki.

Ingimundur endurráðinn

Þá hefur Ingimundur Ingimundarson verið endurráðinn sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks.

Ingimund þarf vart að kynna fyrir stuðningsmönnum félagsins enda hefur hann verið lykilmaður í uppbyggingu félagsins á undanförnum árum. Ingimundur gekk fyrst í raðir félagsins sem leikmaður sumarið 2014.

Hann hefur verið hluti af þjálfarateyminu frá árinu 2015 og lagði Geir Sveinsson mikla áherslu á að halda honum í teyminu. Stjórn Akureyrar fagnar því það hafi orðið raunin enda mikil ánægja með störf Ingimundar.ingimundur
Ingimundur mun halda áfram sem aðstoðarþjálfari


Þjálfarateymi Akureyrar Handboltafélags er þar með fullskipað út leiktíðina og bindur félagið miklar væntingar við þetta flotta teymi.

Áfram Akureyri!


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira