Nýr þjálfari AHF - Geir Sveinsson

Geir Sveinsson ásamt Þorvaldi Sigurðssyni við undirskriftina í Höllinni í dag.
Geir Sveinsson ásamt Þorvaldi Sigurðssyni við undirskriftina í Höllinni í dag.

Akureyri Handboltafélag hefur ráðið nýjan þjálfara til starfa. Það er Geir Sveinsson, fyrrum atvinnumaður í handbolta og landsliðsmaður.

Geir er ráðinn til loka tímabilsins og verður staðan svo tekin í kjölfarið varðandi framhaldið. Hann hefur verið ráðinn í fullt starf og hefur þegar hafið störf. Geir stýrði sinni fyrstu æfingu þann 2.janúar síðastliðinn.

Geir hefur mikla reynslu úr þjálfun eftir að hafa þjálfað þýska stórveldið Magdeburg, Bregenz í Austurríki og nú síðast íslenska A-landsliðið. Hann hóf sinn þjálfaraferil hér á landi þegar hann þjálfaði uppeldisfélag sitt, Val. Einnig hefur hann þjálfað Gróttu og U-21 árs landslið Íslands.

Stjórn Akureyrar Handboltafélags væntir mikils af ráðningunni og hlakkar til samstarfsins með Geir.

Heimasíðan tók Geir tali við ráðninguna í dag og mun viðtal við hann birtast á heimasíðunni á morgun.


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira