Róbert og Finnur semja við AHF

Finnur Salvar Geirsson er kominn aftur heim. Hér handsalar hann samning við Þorvald Sigurðsson.
Finnur Salvar Geirsson er kominn aftur heim. Hér handsalar hann samning við Þorvald Sigurðsson.

Þeir Róbert Sigurðsson og Finnur Salvar Geirsson hafa skrifað undir samninga við Akureyri Handboltafélag en þó mun aðeins annar þeirra leika með liðinu á komandi leiktíð.

Finnur, sem er 21 árs gamall stór og stæðilegur línumaður, gerir eins árs samning við AHF en hann er að koma heim eftir dvöl hjá Val þar sem hann lék meðal annars með Val U í Grill 66-deildinni á síðustu leiktíð. Finnur fór upp í gegnum alla yngri flokka Þórs og lék með AHF áður en hann fluttist suður. Við bjóðum Finn velkominn aftur.

Róbert Sigurðsson skrifaði einnig undir nýjan tveggja ára samning en um leið var lánssamningur við ÍBV endurnýjaður um eitt ár og mun Róbert því leika með Eyjamönnum á komandi leiktíð.

Róbert er 23 ára gamall og hefur leikið 59 leiki fyrir meistaraflokk Akureyrar en hann var lánaður til ÍBV á síðustu leiktíð og hjálpaði liðinu að vinna alla titla sem í boði voru á Íslandi síðastliðinn vetur. Róbert fann sig virkilega vel í Eyjum og óskum við honum áframhaldi velfarnaðar en hlökkum einnig til þess að fá hann heim að lánstímanum loknum.

Annars er undirbúningur fyrir komandi leiktíð í fullum gangi hjá Akureyri Handboltafélagi og er fleiri frétta af leikmannamálum að vænta á næstunni.

robbi
Róbert mun spila í Vestmannaeyjum á komandi leiktíð.


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira