Akureyri úr leik eftir tap með minnsta mun

Arnar Þór Fylkisson átti afbragðs leik
Arnar Þór Fylkisson átti afbragðs leik

Akureyri Handboltafélag er úr leik í Coca-Cola bikar karla eftir tap með minnsta mun fyrir Olís-deildarliði Gróttu, 28-29 í Íþróttahöllinni í kvöld.

Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda þó gestirnir hafi haft frumkvæðið stærstan hluta leiksins. Staðan í leikhléi 12-14. Lokamínútan var æsispennandi og fékk Akureyri tvö tækifæri til að jafna metin en tókst ekki að koma skoti á markið og því verður Grótta í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit keppninnar.

Markaskorarar Akureyrar: Brynjar Hólm Grétarsson 9, Patrekur Stefansson 8, Hafþór Vignisson 4, Friðrik Svavarsson 3, Arnþór Gylfi 1, Óðinn Freyr Heiðmarsson 1, Garðar Már Jónsson 1, Arnar Þór Fylkisson 1.

Arnar Þór Fylkisson stóð vaktina í markinu allan tímann og gerði það vel.

Fjölmargir áhorfendur lögðu leið sína í Höllina í kvöld eða alls 380 manns. Þá var leikurinn sendur út í beinni útsendingu sem hlaut góðar viðtökur. Þökkum áhorfið og hlökkum til næsta heimaleiks þann 26.janúar næstkomandi.

Áfram Akureyri!


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira