Hæfileikamótun HSÍ í upphafi nýs árs

Hæfileikamótun HSÍ fer fram í byrjun 2018
Hæfileikamótun HSÍ fer fram í byrjun 2018

Handknattleikssamband Íslands fer nú af stað með Hæfileikamótun fyrir leikmenn fæddir eru árið 2004.

Valdir hafa verið hópar drengja og stúlkna sem æfa munu í TM-höllinni í Garðabæ sunnudaginn 7. janúar næstkomandi.

Í hópi drengja eru tveir Þórsarar þeir eru Kristján Gunnþórsson og Aron Ingi Magnússon. 

Í hópi stúlkna eru tveir leikmenn úr KA/Þór þær Agnes Vala Tryggvadóttir og Hildur Lilja Jónsdóttir.

Óskum krökkunum til hamingju og góðs gengis


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira