Sannfærandi sex marka sigur á Selfossi

Igor var markahæstur með 11 mörk úr 12 skotum.
Igor var markahæstur með 11 mörk úr 12 skotum.

Akureyri Handboltafélag vann sannfærandi sex marka sigur á Selfossi þegar liðin áttust við í Hleðsluhöllinni á Selfossi í 13.umferð Olís-deildar karla í dag en þetta var síðasti leikur okkar manna á þessu ári.

Okkar menn mættu gríðarlega ákveðnir til leiks og var raunar aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. Staðan í leikhléi var 13-19, Akureyri í vil, og fór að lokum svo að Akureyri vann sex marka sigur 28-34. Þegar kom að leiknum í dag var Selfoss á toppi deildarinnar en Akureyri í neðsta sæti. Úrslitin þýða að Akureyri kveður botnsætið og önnur úrslit dagsins gerðu það að verkum að Selfyssingar misstu toppsætið til Hauka.

Algjörlega mögnuð frammistaða hjá okkar mönnum sama hvert er litið. Markvarslan var frábær, varnarleikurinn góður stærstan hluta leiksins og uppstilltur sóknarleikur rúllaði vel frá upphafi til enda. Líklega besti leikur okkar manna í vetur og fyrirmyndar karakter að koma til baka með þessum hætti eftir slæma frammistöðu í síðustu umferð.

Hér má sjá leikinn í heild sinni í útsendingu Selfoss TV.

Smelltu hér til að lesa umfjöllun Vísis um leikinn og hér til að lesa umfjöllun Morgunblaðsins. Smelltu hér til að skoða tölfræðiskýrslu HB Statz.

Næsti leikur Akureyrar er heimaleikur gegn Haukum í Íþróttahöllinni á Akureyri þann 2.febrúar næstkomandi.

Áfram Akureyri!


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira