Sigurganga Akureyrar U heldur áfram

Akureyri U á siglingu
Akureyri U á siglingu

Það var í nógu að snúast hjá yngri leikmönnum félagsins í gær þar sem nokkrir leikmenn spiluðu tvo leiki.

Akureyri U fékk Víking U í heimsókn í Íþróttahöllina í 2.deild karla en um var að ræða annan leik liðsins á stuttum tíma þar sem Akureyri U lagði ÍR U síðastliðinn miðvikudag. Strákarnir eru að spila virkilega vel um þessar mundir og reyndust Víkingar ekki mikil fyrirstaða.

Staðan í leikhlé 13-11 og í síðari hálfleik héldu strákarnir áfram að auka við forystuna. Fór að lokum svo að Akureyri U vann öruggan átta marka sigur, 28-20.

Markaskorarar Akureyrar U: Sigmar Pálsson 14, Jason Orri Geirsson 3, Elvar Axelsson 3, Hrannar Halldórsson 3, Sigurður Már Steinþórsson 2, Sigurður Kristófer Skjaldarsson 2, Óðinn Heiðmarsson 1.

Markaskorarar Víkings U: Jakob Stefánsson 5, Ragnar Áki Ragnarsson 4, Arnór Guðjónsson 3, Róbert Árni Guðmundsson 2, Bjartur Heiðarsson 2, Arnar Huginn Ingason 1.

Smelltu hér til að skoða stöðuna í deildinni


Nokkrir leikmanna Akureyrar U slepptu sturtuferð að leik loknum og brunuðu beint upp í íþróttahús Síðuskóla þar sem fram fór leikur Þórs og Hauka í A-deild 3.flokks. Hafnfirðingar með hörkulið sem trónir á toppi deildarinnar. Þórsarar hinsvegar líka með hörkulið sem var taplaust þegar kom að leiknum í gær.

Úr varð hörkuleikur þar sem Haukarnir höfðu þó frumkvæðið stærstan hluta leiksins og unnu að lokum þriggja marka sigur, 27-30 eftir að staðan í leikhléi var 12-15.

Markaskorarar Þórs: Jóhann Geir Sævarsson 8, Hilmir Kristjánsson 6, Reynir Ómarsson 5, Sigurður Kristófer Skjaldarsson 4, Hafþór Halldórsson 3, Haukur Valtýsson 1.

Markaskorarar Hauka: Jóhannes Damian Patreksson 11, Hjörtur Halldórsson 10, Gunnar Dan Hlynsson 3, Jónas Eyjólfur Jónasson 2, Jörgen Freyr Ólafsson 2, Jón Karl Einarsson 1, Natan Snær Bjarnason 1. 

Smelltu hér til að skoða stöðuna í deildinni

joipe

JóiPé fór mikinn í Síðuskóla í gær


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira