Sverre: Miðað við gang leiksins getum við fagnað því að ná stigi hérna

Sverre var sáttur við stigið
Sverre var sáttur við stigið

Akureyri Handboltafélag gerði jafntefli við Gróttu í 7.umferð Olís-deildar karla þar sem jöfnunarmarkið kom á síðustu sekúndu leiksins. Hér fyrir neðan má sjá viðtal Vísis við Sverre Jakobsson, þjálfara AHF, í leikslok. 

„Tilfinningin er bara mjög góð. Við áttum í aðeins í erfiðleikum í vörninni í seinni hálfleik og fengum mikið af mörkum á okkur. Svo bættum við okkar leik bara mikið í lokin varnarlega og sóknarlega og náum að lokum í mikilvægt stig”
 
Gestirnir náðu þriggja marka forystu í fyrri hálfleik en misstu hana svo fljótt niður og voru að elta allan leikinn eftir það. Hvað olli þessu?
 
„Tæknifeilar sem hafa verið okkur erfiðir það sem af er vetri, við erum að flýta okkur mikið og forskot sem við erum að byggja upp á löngum tíma hverfur mjög fljótt. Svo erum við svona eiginilega að elta í seinni en eins og ég segi þá svona miðað við gang leiksins þá getum við bara fagnað því að ná stigi hérna.”
 
Sverre tók tvisvar sinnum leikhlé seint í leiknum sem virtist gera mikið fyrir leik gestanna og færðist meiri kraftur í þá. Liðið fór að gera töluvert betur í bæði vörn og sókn og uppskáru þeir að lokum stigið. 
 
„Þetta voru bara aðeins áherslubreytingar varnarlega og svo forum við bara aðeins framar á völlinn og náðum að sækja á vissa staði í sóknarlega og þetta bara skilaði sér. Við höfðum heppnina náttúrulega svolítið með okkur og það þurfti allt að ganga upp bara til í að ná í stigið og það sem betur fer tókst,” segir Sverre.

Smelltu hér til að lesa umfjöllun Vísis í heild sinni.


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira