Tap að Hlíðarenda

Akureyri Handboltafélag beið lægri hlut fyrir Val í 19.umferð Olís-deildarinnar þegar liðin mættust í Origo-höllinni að Hlíðarenda í gær. 

Staðan í hálfleik var 18-17 fyrir Val. Akureyri skoraði fyrsta mark síðari hálfleiks en í kjölfarið fór allt í baklás hjá okkar mönnum. Heimamenn nýttu sér það og tóku leikinn yfir. Fór að lokum svo að Valur vann sannfærandi sigur, 36-24.

Smelltu hér til að lesa umfjöllun Vísis um leikinn.

Nú eru þrjár umferðir eftir af Olís-deildinni. Ljóst að okkar menn þurfa að lágmarki fjögur stig úr síðustu þremur leikjunum og að treysta á önnur úrslit til að halda sæti sínu í deildinni. Sú vegferð hefst næstkomandi sunnudag þegar Stjarnan kemur í heimsókn í Íþróttahöllina á Akureyri.

Áfram Akureyri!


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira