Tap gegn ÍR og fall úr Olís staðreynd

Akureyri Handboltafélag er fallið úr Olís-deildinni og mun leika í Grill 66-deildinni á næstu leiktíð. Þetta varð ljóst eftir slæmt tap gegn ÍR í lokaleik deildarinnar í Höllinni í kvöld.

ÍR-ingar lögðu grunninn að sigrinum með góðum fyrri hálfleik en staðan í leikhléi var 15-20 fyrir gestunum. Fór að lokum svo að þeir unnu öruggan sex marka sigur, 29-35. 

Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn.

Lokahóf AHF 2019

Eftir leikinn hélt Akureyri sitt árlega lokahóf þar sem veturinn var gerður upp. 

Eins og venja er til voru veittar viðurkenningar til leikmanna meistaraflokks og U liðs Akureyrar fyrir þeirra frammistöðu innan sem utan vallar. 

Hjá meistaraflokki var Igor Kopishinsky valinn bestur og í U liðinu var það Sigurður Steinþórsson.
 
Akureyri mfl.

Bestur: Igor Kopishinsky

Varnarmaður: Brynjar Hólm Grétarsson

Sóknarmaður: Hafþór Már Vignisson

Efnilegastur: Þórður Tandri Ágústsson

Akureyri U

Bestur: Sigurður Steinþórsson

Varnarmaður: Aron Ingi Heiðmarsson (Var erlendis)

Sóknarmaður: Jóhann Geir Sævarsson

Efnilegastur: Hilmir Kristjánsson


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira