Tap gegn Selfossi í markaleik

Akureyri Handboltafélag fékk Selfoss í heimsókn í 2.umferð Olís-deildar karla í kvöld. 523 áhorfendur mættu og fylgdust með okkar mönnum etja kappi við Selfyssinga sem voru eitt besta lið landsins á síðustu leiktíð

Liðin skiptust á að hafa forystuna á fyrstu mínútum leiksins en þegar líða tók á fyrri hálfleikinn sigldu gestirnir fram úr og náðu mest fjögurra marka forskoti. Staðan í leikhléi 14-18 fyrir Selfoss.

Úkraínumaðurinnn Leonid Mykhailiutenko fékk að líta beint rautt spjald fyrir brot á Hauki Þrastarsyni eftir tæplega 20 mínútna leik. Leo lenti í því nákvæmlega sama í fyrstu umferðinni gegn KA.

Selfyssingar höfðu frumkvæðið allan leikinn en okkar menn gáfust ekki upp svo glatt og náðu að minnka muninn í þrjú mörk þegar tæpar fimmtán mínútur lifðu leiks. Akureyri fékk gullin tækifæri til að komast enn nær Selfyssingum en fóru illa með nokkur dauðafæri á mikilvægum augnablikum.

Í kjölfarið sigldi Selfoss nokkuð þægilegum sex marka sigri í höfn. Lokatölur 30-36.

Markaskorarar Akureyrar: Friðrik Svavars­son 8, Hafþór Már Vign­is­son 7, Garðar Már Jóns­son 4, Pat­rek­ur Stef­áns­son 3, Brynj­ar Hólm Grét­ars­son 3, Ihor Kopys­hyn­skyi 2, Gunn­ar Valdi­mar Johnsen 2 Arnþór Gylfi Finns­son 1.

Arnar Þór Fylkisson varði sjö skot og Marius Aleksejev tvö.

Markaskorarar Selfoss: Atli Ævar Ing­ólfs­son 6, Elv­ar Örn Jóns­son 6, Hauk­ur Þrast­ar­son 6, Her­geir Gríms­son 4, Árni Steinn Steinþórs­son 4, Ein­ar Sverris­son 4, Guðni Ingvars­son 2, Rich­ard Sæþór Sig­urðsson 2, Al­ex­and­er Már Egan 2.

Helgi Hlynsson varði sex skot og Pawel Kiepulski þrjú.

Smelltu hér til að lesa umfjöllun Vísis

N
æsti leikur okkar manna er gegn Haukum og fer hann fram að Ásvöllum næstkomandi laugardag.


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira