Tap í Vestmannaeyjum

Akureyri Handboltafélag beið lægri hlut fyrir ÍBV í Vestmannaeyjum í gær þegar liðin áttust við í margfrestuðum leik í 17.umferð Olís-deildarinnar.

Okkar menn leiddu með einu marki í leikhléi, 13-14, en Eyjamenn reyndust sterkari í síðari hálfleiknum og unnu að lokum fjögurra marka sigur, 31-27.

Smelltu hér til að lesa umfjöllun Vísis um leikinn og hér til að lesa umfjöllun Morgunblaðsins. 

Þá var leikurinn sýndur í beinni útsendingu á ÍBV TV og ber að hrósa Eyjamönnum fyrir metnaðarfulla útsendingu. Hana má sjá hér.

Okkar menn þurfa ekki að bíða lengi eftir því að hrista af sér vonbrigði gærkvöldsins því næsti leikur liðsins er strax á sunnudag þegar Grótta kemur í heimsókn í Íþróttahöllina á Akureyri.

Áfram Akureyri!


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira