Tap með minnsta mun gegn Haukum

Garðar spilaði óaðfinnanlega í dag
Garðar spilaði óaðfinnanlega í dag

530 áhorfendur mættu í Íþróttahöllina á Akureyri og fylgdust með okkar mönnum taka á móti Haukum. Úr varð hörkuleikur sem fór að lokum svo að gestirnir úr Hafnarfirði unnu leikinn með minnsta mögulega mun, 26-27.

Haukar leiddu með þremur mörkum í leikhléi en okkar menn voru öflugri á lokakafla leiksins og voru hársbreidd frá því að komast í forystu þegar ein mínúta lifði leiks. Þess í stað fóru Haukar upp og skoruðu og Akureyri tókst ekki að nýta lokasókn sína til að jafna leikinn.

Smelltu hér til að lesa umfjöllun Vísis og hér til að lesa umfjöllun Morgunblaðsins.

Leikurinn var sýndur beint á Akureyri TV.

Smelltu hér til að skoða tölfræðiskýrslu HB Statz.

N
æsti leikur Akureyrar er á útivelli gegn Aftureldingu sunnudaginn 10.febrúar næstkomandi.

Áfram Akureyri!


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira