Tap með minnsta mun í Safamýri

Akureyri Handboltafélag náði ekki að fylgja á eftir fyrsta sigrinum þegar liðið heimsótti Fram í Safamýrina í 5.umferð Olís-deildar karla í dag.

Leiknum lauk með eins marks sigri heimamanna, 26-25 eftir að þeir höfðu leitt með einu marki í leikhléi, 14-13. Lokamínúturnar voru æsispennandi en heimamenn reyndust sterkari á síðustu metrunum og því fór sem fór en þegar tæpar fimm mínútur voru eftir af leiknum voru okkar menn einu marki yfir.

Smelltu hér til að skoða leikskýrsluna.

Markmenn beggja liða áttu góðan leik en Marius Aleksejev varði fjórtán skot og þar af eitt vítakast. Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson varði mark heimamanna og varði tólf skot.

Smelltu hér til að lesa umfjöllun Vísis um leikinn. 

Smelltu hér til að skoða tölfræðiskýrslu HB Statz úr leiknum.

Næsti leikur Akureyrar er næstkomandi sunnudag klukkan 16:00 þegar Íslands- og bikarmeistarar ÍBV koma í heimsókn í Íþróttahöllina á Akureyri.

Áfram Akureyri!

 

 


Athugasemdir

Sparaðu um leið og þú styrkir strákana okkar

  • Orkan og Orkulykill

    Orkan og Orkulykill

    Fáðu 10 krónu afslátt á lítrann um leið og þú styrkir Akureyri Handboltafélag með Orkulyklinum!

    Lesa meira